Um okkur

Um Framtíðarsetrið

Hlutverk

Hlutverk félagsins er að vera leiðandi rannsóknarsetur á sviði framtíðarfræða hérlendis í öflugu samstarfi við fyrirtæki og stofnanir hérlendis sem og erlendis. Að vera virkur þátttakandi í rannsóknarverkefnum er varða samfélagstengda framtíðarþróun og önnur samfélagsverkefni og vinna að sjálfstæðum og framsæknum verkefnum á ýmsum sviðum framtíðarfræða. Að vekja athygli opinberra aðila og atvinnulífsins fyrir gildi ólíkra aðferða á sviði framtíðarfræða ásamt því að greina þá drifkrafta sem hafa áhrif á framþróun mála hérlendis og erlendis.

 Hlutverk félagsins er ekki að afla hluthöfum þess fjárhagslegs ávinnings af rekstri.

 Félagið mun sinna hlutverki sínu meðal annars:

 • með samstarfi við erlenda háskóla og stofnanir á sviði framtíðarrannsókna;
 • með kennslu í framsýniaðferðum og stefnumótun, stjórnendanámskeiðum auk þátttöku í stærri verkefnum og hagnýtum verkefnum stúdenta;
 • í gegnum eigin kannanir og rannsóknir, ráðstefnuhald, útgáfu og aðkomu að stærri stefnumótunarverkefnum;
 • í gegnum þátttöku í alþjóðlegum verkefnum á þessu sviði, aðild að alþjóðlegum samtökum/samstarfi og gestafyrirlesara; og
 • með því að nota þessa nálgun (sem er þverfagleg og heildstæð) við ýmis samfélagsverkefni, hvort sem um er að ræða á afmörkuð svið eða við heildarúttektir á einstaka málaflokkum.

 

Stjórn og ráðgjafanefnd

Hluthafar félagsins eru:

 • Háskólinn á Bifröst
 • KPMG
 • Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Stjórn félagsins skipa:

 • Njörður Sigurjónsson frá Háskólanum á Bifröst
 • Anna Þórðardóttir frá KPMG
 • Karl Friðriksson frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Karl er jafnframt starfandi stjórnarformaður félagsins.


Hafðu samband

Karl Friðriksson – karlf@framtidarsetur.is – Sími 8940422 – Árleyni 8, 112 Reykjavík

Forsaga Framtíðarseturs

Árið 2015 voru liðin frá því að fyrsta verkefnið á sviði framtíðarfræða var unnið hér á landi. Verkefnið heit: Sveitalíf 2025. Ólíkar sviðsmyndir um hugsanlega framtíð íslensks dreifbýlis.  Þó svo verkefnið hafi ekki farið í almenna dreifingu hafði það veruleg áhrif. Haraldur Benediksson, þáverandi formaður Bændasamtaka Íslands orðaði sína reynslu á eftirfarandi hátt:

„Ég nota það alveg markvisst í mínu starfi hérna […] og ég get alveg vottað það að það sem við lærðum í þátttökunni höfum við tileinkað okkur og það orðið okkur að áþreifanlegum verðmætum eða áþreifanlegu gagni“ (Ólafur Jónsson 2011). 

Í kjölfar þessa verkefnis hafa síðan verið unnin fjölmörg verkefni fyrir opinbera aðila og aðila úr einkageiranum. Nýlega var gerð rannsókn á áhrifum verkefnanna og árangur og er almenn ánægja með árangur þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á ráðstefnu Háskóla Íslands, Þjóðarspegill 2015. Sjá meðfylgjandi grein.

Ráðgjafaráð

Ráðgjafaráð er skipaða af stjórn á aðalfundi til tveggja ára í senn. Leitast skal við að í fagráði sitji formlegir fulltrúar eigenda félagsins, fulltrúar atvinnulífs, akademíu og stjórnsýslu. Fagráðsmenn skulu ekki setja lengur en átta ár samfellt. 

Núverandi fagráð er skipað eftirfarandi aðilum:

 • Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.
 • Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri NOMEX.
 • Bryndís Björgvinsdóttir, rithöfundur og þjóðfræðingur.
 • Fjalar Sigurðarson, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
 • Hannes Högni Vilhjálmsson, dósent hjá Gervigreindarsetri Háskólans í Reykjavík.
 • Kristján Leósson, framkvæmdastjóri Efnis-, líf og orkutækni á Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
 • Njörður Sigurjónsson, dósent við Háskólann á Bifröst.
 • Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar
 • Sigríður Heimsdóttir, iðnhönnuður og hönnuður hjá IKEA.
 • Sævar Kristinsson, ráðgjafi hjá KPMG.
 • Tryggvi Thayer, verkefnastjóri hjá menntavísindasviði Háskóla Íslands.
 • Þorvaldur Ingvarsson, þróunarstjóri hjá Össuri.
 • Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, fjárfestir og formaður FKA.

Framtíðarsetrið hefur tilnefnt nokkra aðila sem búa erlendis sem tengiliði sína á á þeim sviðum sem þeir starfa. Núverandi tengiliðir eru:

 • Eiríkur Ingólfsson ráðgjafi í framtíðarfræðum og stefnumótun í Noregi.