Horft til framtíðar – René Rohrbeck

Hvernig geta fyrirtæki náð yfirburðastöðu á framtíðarmörkuðum?

Framtíðarfræðingurinn René Rohrbeck sýnir okkur hvernig

fyrirtæki geta náð yfirburðarstöðu á markaði með því að horfa

kerfisbundið til framtíðar. Aðferðir hans byggjast á hagnýtri

reynslu úr atvinnulífinu m.a. fyrir Volkswagen og Deutsche

Telekom og víðtækum samanburðarrannsóknum 500 ólíkra

fyrirtækja. Dæmisögur og hagnýt verkfæri til að byggja upp

getu innan fyrirtækja sem vilja takast á við framtíðaráskoranir.

Föstudaginn 3. nóvember kl. 9:00 til 11:30 í höfuðstöðvum

Arion banka, Borgartúni 19.

Skráning er á www.nmi.is/framtidin

Áhugafólk um nýsköpun og stefnumótun ætti ekki að láta

þennan viðburð fram hjá sér fara – framtíðin nálgast á feikna

hraða!

Framtíðarsetur Íslands og MBA námið í Háskóla Íslands, í

samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Arion banka, KPMG

og Háskólann á Bifröst.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *